Chita

Chita er japanskt kornviskí sem fáir sennilega þekkja en þeir sem hafa smakkað Hibiki blönduna frá Suntory hafa smakkað ögn af Chita. Í Hibiki fara nefnilega tveir einmöltungar, Yamazaki og Hakushu auk kornviskís frá Chita.

Viskíhornið smakkaði Chita nýverið en það er þroskað í sérrí-, búrbon- og víntunnum.

Angan: Þarna er fyrst og fremst vanilla, þetta er greinilega ungt og hefur ekki staldrað lengi við í eikinni. Frekar mikill kornkeimur og lyktin er frekar spírakennd.

Bragð: Mikil vanilla en einnig mjög spírakennt, frekar vanþroska. Örlítið eikarkrydd, pipar. Skrítið hvað sérrítunnan kemur sama og ekkert fram. Væntanlega margáfylltar og því ekki mjög virkar sérrítunnur.

Eftirbragð: Afar stutt og aðalbragðið sem situr eftir er vanillukeimur. Greinilega gott til blöndunar, enda er Hibiki vel heppnuð blanda, en eitt og sér virkar það ekki vel. Áhugavert að smakka en Viskíhornið getur ekki mælt með Chita til drykkju óblönduðu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.