Glencadam

Glencadam er til þess að gera fremur lítt þekktur framleiðandi á austurströnd skosku hálandanna, nánar tiltekið í bænum Brechin (íb. 7200) sem liggur á milli Dundee í suðri og Aberdeen í norðri.

Þessi verksmiðja er í töluverðu uppáhaldi hjá Viskíhorninu enda afar smekkleg viskí sem koma þaðan.

Eitt þeirra er þrettán ára, en það kom í fremur takmörkuðu upplagi, eða eingöngu sex þúsund flöskur á heimsvísu. Viskíhorninu áskotnaðist ein þeirra.

Angan: Þykk og mikil lykt, mikil um sig, minnir á smjördeigshorn, smjörlíki. Einnig mikil karamella og fremur sætt.

Bragð: Dágóður slatti af karamellu en einnig sítrusávextir í bland sem minna helst á greipaldin eða blóðappelsínur. Töluvert krydd.

Eftirbragð: Eikarkeimur og hnetur og þetta kann að hljóma undarlega í eyrum sumra en eftirbragðið minnir nokkuð á smjördeigshorn með smjöri, ostsneið og hindberjasultu!

Niðurstaða: Glencadam skilar sínu eins og vanalega. Frábært, klassískt hálandaviskí.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.