Arran 18

Arran er tiltölulega nýr framleiðandi á Isle of Arran (1995) og er með framleiðslugetu upp á 1.2 milljónir lítra árlega, sem er nokkuð gott fyrir unga, einkarekna verksmiðju.

Viskíhornið tók hina nýlegu 18 ára útgáfu til kostanna nýverið.

Angan: Vanilla, sítrus, ávaxtabomba, mjög ferskt. Það finnst töluvert krydd úr eikinni og lykt sem minnir ögn á aðeins of ristaða brauðsneið. Eikin hefur sennilega verið ristuð töluvert.

Bragð: Sætt, en ekki of sætt. Fullkomið jafnvægi. Blómlegt, aldingarður. Ristaða eikin kemur vel fram ásamt vanillunni og hvítu súkkulaði.

Eftirbragð: Nokkuð langt, loðir lengi við með miklum ávexti og vanillu.

Niðurstaða: Virkilega elegant, fágað og margslungið viskí án allrar tilgerðar. Fullkomlega þroskað eftir árin 18 og á góðu verði. Toppviskí!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.