- Orðið ,,viskí“ kemur úr galísku; Uisge Beatha, sem varð að Uisge og þróaðist síðan í ‘whisky’. Það þýðir ‘vatn lífsins’ og er upphaflega úr latínu, ‘aqua vitae’.
- Elstu heimildir framleiðslu viskís ná aftur til 1494 en þó sést orðið ‘whisky’ hvergi í rituðum heimildum fyrr en árið 1715.
- Viskí er ritað með ‘e’ eða whiskey í Bandaríkjunum og Írlandi helst (sú hefð barst til Bandaríkjanna með írskum innflytjendum. (Makers Mark notar reyndar skosku stafsetninguna en upphafsmenn þess voru skoskir innflytjendur)). Í Skotlandi, Japan og víðar er heitið ritað án ‘e’ eða ‘whisky’. Viskíframleiðsla barst nefnilega til Japan frá Skotlandi.
- Viskí hefur aldrei verið framleitt á Íslandi þar til árið 2014 þegar Eimverk hóf framleiðslu Flóka.
- Viskí þarf, samkvæmt skoskum lögum, að vera þroskað í eikartunnum í þrjú ár og einn dag hið minnsta til að mega vera kallað ‘viskí. Það er í skoskum lögum, en flestir aðrir framleiðendur fara eftir þessari reglu af virðingu við Skotann. Bourbon má vera yngra en til að mega kalla það ‘straight bourbon’ þarf það að vera a.m.k. tveggja ára.
- Elsta löglega og starfandi viskíverksmiðja Skotlands er sennilega Glenturret, en hún fékk leyfi til eimingar árið 1775. Heimildir eru þó ögn á reiki.
- Fyrsta löglega verksmiðjan í Skotlandi var Littlemill, sem lokaði árið 1994, fékk leyfi 1772.
- Elsta löglega verksmiðja Bretlandseyja er Bushmills á Írlandi en hún fékk leyfi árið 1608, löngu áður en nokkur framleiðandi í Skotlandi framleiddi viskí með leyfi ríkisins.
- Að meðaltali eru 34 flöskur af skosku viskíi fluttar frá Skotlandi á hverri sekúndu.
- Stærsti innflytjandi viskís í heiminum er Frakkland.
- Að gerjun lokinni er afgangsbyggið/hratið skilið frá maltvökvanum, þurrkað og notað í skepnufóður, aðallega fyrir nautgripi. EN, hafi byggið verið notað til framleiðslu reykts viskís, þá líta skepnurnar ekki við því!
- Eftirlætis dropi hins kjaftfora en elskulega Kolbeins Kafteins úr Tinnabókunum var Loch Lomond. Milljón myglaðir marhnútar frá Mývatnssveit!
Loch Lommond er bara fjári gott, opnaði eina í gærkvöld 😊 þrettán þorskhausar úr Þystilfiði
Líkar viðLíkar við