Nýtt frá Ardbeg

Í fyrsta sinn í um 10 ár, þá er Ardbeg verksmiðjan á Islay að bæta við kjarnaframleiðsluna, en Ardbeg An Oa er væntanleg á markað innan skamms. Fyrir eru standardarnir þrír; 10, Uigeadail og Corryvreckan.

An Oa er nefnt eftir hinum veðurbarða, syðsta tanga Islay, Mull of Oa en þar er hrikalegt landslag, miklir klettar sem ganga í sjó fram, veðurbarðir af viðsjárverðum vindum Atlantsála.

Ardbeg An Oa er látið liggja á þrennskonar ámum; amerískum búrbontunnum, franskri eik og síðan spánskri, nánar tiltekið gömlum PX (Pedro Ximenez) sérríámum, en PX sérrí er mjög sætt og dökkt sérrí, og gefur tunnan viskíinu mikla dýpt og töluverða sætu. Þess má geta að Ardbeg Uigeadail er einnig að hluta úr PX ámum, en annars úr amerískri búrbon-eik. Hvorki hlutföllin milli tunnanna, né aldur er gefinn upp.

An Oa (framburður An Ó) er ögn minna reykt en maður er vanur frá Ardbeg, en þó er þar vissulega mjög mikill reykur borið saman við flest önnur viskí eins og Ardbeg er von og vísa, með sírópskennda sætu úr sérrítunnunum, mikinn vanillu- og kryddkeim úr frönsku og bandarísku eikinni, þykka, olíkennda áferð og langt og reykt eftirbragð sem leynir á sér því þar koma einnig fram ávextir í átt við appelsínur.

Ardbeg An Oa er átappað 46.6% og verður fáanlegt í sérverslunum í september 2017 á um 50 sterlingspund.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.