Octomore 08.3 frá Bruichladdich

Reyktasta viskí veraldar er framleitt á Islay af verksmiðju sem heitir Bruichladdich og er viskíið nefnt Octomore. Bruichladdich er, þrátt fyrir að vera frá Islay, óreykt sé það nefnt Bruichladdich. Þegar þar eru framleidd reykt viskí eru þau kölluð Port Charlotte (sem er svipað reykt og Ardbeg) og síðan Octomore sem er sem fyrr segir, mest reykta viskí sem framleitt hefur verið.

Reykjarmagnið er mælt í phenols per million eða “ppm”. Nýjasta útgáfa Octomore, Octomore 08.3 er 309ppm. Þess má geta að Ardbeg er í kringum 55ppm! Octomore er því rúmlega fimm sinnum meira reykt! Þeir sem hafa bragðað Ardbeg geta vottað að þar er á ferðinni mjög, mjög reykt viskí. Bragðast Octomore 5 sinnum reyktara? Nei. Það eru mettunarmörk sennilega við um 70ppm þar sem maður finnur ekki muninn lengur. Því má segja að reykja byggið svona ofsalega sé ákveðin sýndarmennska og gert til að vekja umtal og áhuga. Þar með er þó ekki sagt að Octomore sé slakt viskí, þvert á móti. Það er stórfenglegt.

Nokkrar útgáfur Octomore hafa komið gegnum árin og ávallt reyktari og reyktari og keyrði nú um þverbak með nýjustu útgáfunni sem er væntanleg í verslanir innan skamms.

Octomore 08.3. Upplagið er 18.000 flöskur á heimsvísu, 56% úr frumfylltum búrbontunnum og restin er þroskuð í fjórum tegundum víntunna, Paulliac, Ventoux, Rhone og Burgundy og átappað óþynnt, eða 61.2% alkóhólinnihald. Octomore er alltaf fremur ungt og er 08.3 fimm ára.

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.