– 3 cl Flóki ungmalt
– 2 cl síróp
– 2 cl sítrónusafi
– 1 eggjahvíta
– dass af arómatískum bitter,
við mælum með Angostura
Blandið öllu hráefninu í kokteilhristarann, með ísmolum, og hristið mjög vel.
Hellið í glas að eigin vali og skreytið með appelsínuberki. SKÁL!
PS. til þess að nýta eggjarauðuna, þá er hún frábær með lárperu í „brunch“ daginn eftir! Setjið eggjarauðuna steinsholuna í öðrum helmingnum, með salt og pipar, og setjið í ofn á 180° í 15 mínútur – lostæti!