Balvenie 14 ára Caribbean cask

Balvenie er stór og tiltölulega vel þekktur framleiðandi. Kjarnaframleiðslan þeirra er 12 ára Doublewood. Karíbatunnan kemur í minna upplagi og getur því verið tiltölulega erfitt að nálgast flösku.

Aldurstilgreiningarnar hjá Balvenie eru ekki flóknar. Það sem aldurinn á flöskunni segir, vísar til þess hve lengi viskíið hefur legið á búrbonámum. Síðan fer það í frekari þroskun (e. finishing) á annarskonar ámum í 6-12 mánuði.

Hjá Balvenie er viskíið alltaf þroskað fyrst í búrbontunnum en síðan fer lokaþroskunin eða ,,finishing” fram í annarskonar tunnum, oftast í gömlum sérrítunnum en stundum í annarskonar tunnum eins og í þessu tilviki. (Eintunnungar eru undantekning).

Balvenie 14 hefur legið á búrbonámum í 14 ár og síðan skipt yfir á rommtunnur í 6 mánuði. Erfitt getur reynst að fá rommtunnur í því magni sem stór framleiðandi eins og Balvenie þarf til að halda stöðugleika þar sem jú, hver tunna hefur sín eigin einkenni. Balvenie brá því á það ráð að láta framleiða fyrir sig sitt eigið romm í Karíbahafinu. Þar er því framleitt romm á þeirra vegum, síðan sent til Skotlands og látið þar þroskast í tvö ár í eikartunnum áður en þær eru fylltar af 14 ára Balvenie. Sé einhver forvitinn um hvað verður um rommið, þá er það selt til rommblöndunarfyrirtækja víðsvegar. Ekki er gefið upp hvað verður um það að öðru leyti.

Að lokum má geta að Balvenie telst vera frumkvöðull í því sem er kallað ,,cask finishing” eða lokaþroskun í annarskonartunnum en viskíð er upphaflega úr. Balvenie DoubleWood kom fyrst út árið 1993 og vakti mikla lukku en fram að því var ekki algengt að þroska viskí í tvennskonar tunnum.

Hvernig bragðast þetta svo?

Anganin gefur vanillu og mikinn, framandi ávaxtakeim í átt við mangó og ananas.

Bragðið hefur mikla fyllingu, vanillan er töluverð og rommtunnurnar láta ögn á sér kræla, ekki mikið en það er ljóst að þarna kom romm við sögu. Sætleikinn sem einkennir romm kemur fram, en á mjög ballanseraðan hátt. Þykk áferð.

Eftirbragðið er langt og afar ánægjulegt. Vanillan er það sem lifir lengst og einnig er sætan úr rommtunnunni langlíf.

Niðurstaða: Algerlega frábært viskí frá Balvenie. Afar margslungið, ávaxtakennt og sætt. Maður stundum gleymir þessum stóru framleiðendum og hvað þeir margir gera frábæra hluti. Viskíhornið fór á Balvenie smökkun nýverið, þar sem smakkaðar voru 9 mismunandi tegundir, eftir langa pásu frá Balvenie og kolféll fyrir þeim á ný.

Séu maltmenn- og konur fyrir viskí í léttari kantinum með örlítil áhrif frá öðrum tunnum og vilja forðast reykjarbragð, þá er Balvenie eitthvað sem ætti að hafa í huga.


Ein athugasemd við “Balvenie 14 ára Caribbean cask

  1. Kæri vin, hér er ég þér að sammála að því leyti að hér er um létt Whisky að ræða en ekki finnst mér það peningana virði. Það má vera að ég hafi haf væntingar um að hér væri littli frændi Glenfiddich cuban reserve um að ræða sem skemmdi fyrir áliti mínu. Hér er þetta á um $90 og getur maður fengið annað eins góðmeti fyrir um helming ef ekki 1/4 af því verði þ.e.a.s. sættan og léttan einmöltung eins og Glenmorangie Original sem er náttúrlega sætari en m.v. verð betri. Agalega hefði ég nú viljað að þetta sameiginlega áhugmál, og atvinna þín núna, okkar hefði leitt okkur saman fyrr er við vorum þjónar Marra Gísla, Kærar kveðjur frá TN, þar sem ég hef fundið Burbon sem kemst vel með tæranar þar sem single malts hafa hælana- Old Forester.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.