Flóki taðreyktur (sheep dung) – 47%

🇬🇧 English version

Taðreykt viskí. Já, rétt … taðreykt.

Tað hefur eins og við vitum, verið brúkað til ýmissa nyta á Íslandi gegnum árin. Mörg viskí héðan og þaðan úr heiminum eru móreykt, en Eimverk er hér að gera eitthvað nýtt og spennandi.

Angan: Til að byrja með, ekkert svo ólík Flóki Young Malt en eftir að hafa setið í Glencairn glasinu um stund breytist það og tekur sér algerlega sérstæðan karakter. Reykurinn fer að láta ögn á sér kræla. Virkar léttara og yngra en Ungmaltið. Búrbonblærinn sem er eitt einkenna Flóki Young Malt er alls ekki eins áberandi.

Bragð: Reykurinn kemur ekki mjög mikið fram í bragðinu heldur vaknar hann nokkuð síðar í ferlinu. Ristað brauð sem er kannski örlítið brennt og það er ekki laust við að það sé þarna anískeimur. Með viðbættu vatni kemur ameríski keimurinn meira fram, viskíið  virkar sætara og vanilla verður áberandi.

Eftirbragð: Það er þarna sem reykurinn fer virkilega að minna á sig. Hann er það sem lifir einna lengst en hann er frekar feiminn enda er viskíið ekki mikið reykt. Einnig er þarna vanilla, krydd og örlar á anís.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.