Flóki Young Malt 2017 – 47%

🇬🇧 English version

Flóki ungmalt er þroskað um stundarsakir í nýrri, amerískri eik sem hefur aldrei áður verið notuð. Þessar eikartunnur sem Flóki staldraði við í eru síðan notaðar við þroskun einmöltungsins Flóka og má því segja að Eimverk sé þar að búa til sínar eigin tunnur fyrir einmöltunginn sinn, því langflestir einmöltungar eru þroskaðir í endurnýttum tunnum.

Angan
: Gefur okkur töluvert bygg, byggsafa, minnir töluvert á lyktina inni í viskíverksmiðju en þarna er líka svolítið safaríkur ávaxtakeimur, ananas og dálítið krydd úr fersku eikinni, pipar, vanilla og jafnvel engifer. Örlar á keim af grænum eplum sem oft einkennir ung viskí.
Töluverður búrbonkeimur og eitt sem við nefnum í restina, örlítill anísblær sem minnir á grænan Tópas!

Bragð: Mikil fylling, bygg og ég er ekki frá því að það komi þarna fram svolítill súraldinkeimur. Svolítið skarpt og aggressíft, enda ungt, en það á mjög góðan hátt. 47 prósentin hjálpa til þarna og það er ekki vitlaust að róa Flóka aðeins niður með vatnsdropa. Hann opnar sig og verður aðgengilegri.

Eftirbragð: Það er ekkert sérstaklega langt, enda er viskíið ungt, en þarna er heilmikið krydd, negull og gras, nýslegið tún. Maður sér fyrir sér túnin í sveitinni heima á Íslandi.

Eins og nefnt var að ofan þá er töluverður búrbonkeimur af Flóka en það skýrist sennilega að mestu af því að hann er þroskaður í ferskri eik, eins og bourbon en ekki endurnýttri, en vissulega er þetta maltviskí og því kemur kornmaís hvergi nálægt. Þarna kemur glöggt í ljós hve mikil áhrif eikartunnan hefur á viskí. Síðan, ef landafræðin bregst ekki þá er Garðabær Ameríkumegin við flekaskilin og má því kannski í góðu spaugi segja að þetta sé svolítið amerískt, en við ætlum ekki að gera það.

Við hjá Viskíhorninu höfum gegnum árin smakkað aragrúa ungra viskía hvaðanæva úr heiminum og jú, kannski er maður ögn hlutdrægur en við fullyrðum að Flóki stendur þeim bestu síst að baki og verður afar fróðlegt að fylgjast með áframhaldinu í Garðabænum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.