Laphroaig Lore

Viskíhornið fór fyrir nokkru á kynningu þar sem John Campbell, maðurinn í brúnni hjá Laphroaig kynnti Laphroaig Lore.

Lore er gamalt orð yfir þekkingu, kunnáttu sem færist niður kynslóðirnar, mann fram af manni.

Laphroaig Lore er hugsað sem hluti af kjarnaframleiðslu Laphroaig en það getur þó reynst erfitt að nálgast flösku og þarf helst að fara í sérverslun til að kaupa eina.

Lore kemur án aldurstilgreiningar, en í því er yngsta viskíið 7 ára, það elsta 21s árs en þar er einnig töluvert af 9 ára.

7 ára viskíið kemur úr sérrítunnum, 9 ára úr endurfylltum búrbontunnum (hafa verið einu sinni áður notaðar undir skoskt viskí) og 21s árs er úr nýjum búrbontunnum, þ.e.a.s. þær hafa ekki verið notaðar undir skoskt viskí áður, heldur eingöngu búrbon.

Anganin gefur töluvert mikinn reyk eins og Laphroaig er von og vísa en sérríáhrifin láta einnig á sér kræla, þarna koma einnig fram hnetur og það örlar á einhverju blómlegu, í ætt við rósaangan.

Bragðið gefur mikinn reyk vissulega, þarna er saltblærinn sem einkennir Laphroaig en það er meira í gangi. Sítrusávextir, karamella og sterkt krydd í átt að cayenne pipar eða jafnvel chilli.

Eftirbragðið er langt, með mikinn móreyk og þessi kryddkeimur lifir lengi. Það tók okkur hátt í klukkutíma að fara heim eftir smökkunina og vorum við enn að smjatta á eftirbragðinu þegar heim var komið.

Laphroaig segir Lore vera ,,richest of the rich”, semsagt bragðmesta, íburðarmesta og mest seðjandi Laphroaig og er það svo sem ekki langt frá lagi því þetta hakar í öll boxin sem Laphroaig hakar í og gott betur. Þekur vel út í allan munninn, smyr hann vel að innan með þessum yndislega, olíukennda Islay reyk, fylgir svo á eftir með skemmtilega ferskum sítruskeim og klikkir út með þessu mikla kryddi sem nefnt var að ofan.

Sumir fetta sig og bretta þegar viskí er án aldursgreiningar og sérstaklega þegar það er komið upp í þennan verð flokk sem Lore er í, en það selst í smásölu í Bretlandi á tæp 80 pund. Ástæðan fyrir að aldurinn er ekki settur á miðann er sú að þá þyrfti að segja að það væri 7 ára, því það er yngsta viskíið í flöskunni, og það myndi sennilega orsaka það enn frekar að menn stykkju upp á nef sér, heldur en að sleppa aldrinum algerlega.

Í flöskunni eru sem fyrr segir viskí upp í 21s árs aldur úr framúrskarandi tunnum, sem útskýrir þetta verð.

Tókst Campbell og félögum vel upp? Mjög svo. Ritstjóri Viskíhornsins er mikill Islay maður, alger reykhaus og þetta sló í gegn.


Ein athugasemd við “Laphroaig Lore

  1. Frábært að fá þessar tunnuupplýsingar, sem eru ekki á flöskunni. Flott en óþarlega dýrt fannst það vera á milli 10 ára og QC í bragðsniði.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.