Glenfarclas 12 ára. 43%

Ritstjóri Viskíhornsins smakkaði þetta nýverið en það er ekki langt síðan það kom inn varanlega á breskan markað. Fram að því var það vanalega eingöngu til í eins lítra flöskum í fríhöfnum.

Glenfarclas er í Spey héraði og hefur verið í einkaeigu svo kynslóðum skiptir.

Viskíið frá Glenfarclas er að langmestu leyti þroskað í sérrítunnum, og það mjög vel völdum tunnum. Þar sem sérrítunnur innihalda fremur létt og sætt áfengi áður, þá á mygla til að myndast innan í þeim. Móteitrið við því er brennisteinn, súlfúrkerti sem eru látin brenna innan í tunnunni. Sumir ganga of langt í kertabrennslunni, keyptu kannski tunnur sem voru fremur illa farnar og þurfti að láta þau brenna of lengi innan í þeim og það getur skilað sér út í viskíið. Hafiði fengið smá brennisteinskeim, eggjakeim af viskíi, þá er þetta skýringin. Gott dæmi er Mortlach 15 ára frá Gordon&McPhail hafi einhver smakkað það. Sumir vilja hafa smá súlfúrkeim, en við hjá Viskíhorninu erum ekki hrifin af slíku.

Glenfarclas virðist velja tunnur sínar af kostgæfni og vinna þær vel áður en þær eru fylltar. Kannski spilar þar inn í líka að það er ekki einhver risa samsteypa sem á fyrirtækið, heldur er það enn í einkaeigu eigenda sem virkilega leggja allt sitt í að varan þeirra bragðist eins vel og á verður kosið, engar sparnaðaráhættur teknar.

Glenfarclas hefur mikinn karakter og er fremur hefðbundin verksmiðja sem hefur framleitt sitt viskí á að mestu óbreyttan hátt alla sína hunds- og kattartíð. Auk þess verður að nefna að verðlagið á Glenfarclas er mjög sanngjarnt miðað við margar aðrar verksmiðjur.

Í 12 ára kemur fram töluverð karamella, rúsínur, mikið krydd og vel þroskaðir ávextir í ætt við plómur. Greinileg sérríháhrif þarna semsagt og algerlega eitt allra besta sérríþroskaða viskíið á markaðnum.

Samkvæmt vefsíðu Vínbúða fæst Glenfarclas 12 ára í Kringlunni.

 

 

 

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.