
Nýjustu fréttir frá Pulteney verksmiðjunni í Wick í norður Skotlandi herma að 17 ára og 21s árs séu nú teknar úr framleiðslu sökum skorts. Árið 2012 var Old Pulteney 21s árs valið besta viskí veraldar í viskíbiblíu heilags Jim Murray og síðan hefur eftirspurnin verið algerlega galin og nú er svo komið að allt hefur um koll keyrt og birgðir eru þrotnar. Það er ekki meira til í vöruhúsi Pulteney og verða þeir höfðingjar í Wick að bíða ögn meðan meira viskí þroskast. Eftirspurnin er meiri en nokkurn grunaði fyrir sautján til tuttuguogeinu ári síðan ,,þökk“ sé Jim Murray.
12 ára er enn fáanlegt og NAS (No Age Statement) eru enn fáanlegar hér og þar sem og í fríhöfnum.
Það eru engar áætlanir enn sem komið er, um inn’á skiptingar ef þær verða nokkrar en Viskíhornið er í góðu og stöðugu sambandi við InverHouse, eiganda Pulteney, svo uppfærslur eru væntanlegar innan skamms.
Við bíðum frétta, rígspennt.