Flóki er heitið á fyrsta, og enn sem komið er, eina viskíi Íslands. Flóki er afurð frá verksmiðjunni Eimverk sem var stofnuð árið 2009.
Flóki er handunnið úr 100% íslensku byggi, sem er frekar harðgert og lágt í sykrum, sem gefur sterkt og mikið, kryddað bragð.
Reyndar fer Eimverk eftir skoskum vinnureglum varðandi framleiðsluna og kallar því afurð sína ekki viskí, heldur “ungmalt”, þar til það hefur náð þriggja ára þroskun í eikartunnum. Fyrsta ,,single malt“ viskíið kom á markað í nóvember 2017.
Viskíhornið brá sér í heimsókn í heimkynni Eimverks í Garðabæ og kynnti sér öll stig framleiðslunnar. Lestu viðtalið hér
Eimverk býður upp á verksmiðjuheimsóknir, hægt að bóka hér