WhistlePig

WhistlePig er nýlegur framleiðandi rúgviskís í Vermont, Bandaríkjunum. Eigandinn, Raj Peter Bakhta keypti gamalt mjólkurbú í Vermont árið 2007 og reisti þar viskíverksmiðju. Hingað til hefur hann sótt hágæða rúgviskí yfir til Kanada, blandað þau og þroskað á býlinu í Shoreham í Vermont og hefur þótt afar vel takast til og viskíð verið afar vinsælt þó í dýrari kantinum sé. Glöggir hafa kannski séð flösku bregða fyrir í Breaking Bad þáttunum.

Markmiðið er að framleiða “af býli í bokku” viskí í framtíðinni, eingöngu eimað á WhistlePig býlinu.

Nýverið kom á markað WhistlePig Farmstock en þar er að finna, að hluta, fyrsta viskíið sem er framleitt á býlinu sjálfu. Þar er ungt rúgviskí þaðan auk 5-6 ára frá Alberton framleiðandanum í Kanada og um 12 ára frá  MGP verksmiðjunni í Lawrenceburg í Indiana, USA.

Í Farmstock er 20% eins árs rúgviskí frá WhistlePig býlinu, 49% 5 ára frá Alberton og 31% 12 ára rúgur frá MGP. Það er því ekki mikið frá WhistlePig býlinu sjálfu, en þetta er í fyrsta sinn sem það birtist á flösku.

Þess má geta að það sem er framleitt á WhistlePig býlinu er þroskað í eik sem óx á landareigninni og fyrir hverja eina eik sem er felld þar, eru 5 nýjar gróðursettar.

Ritstjóra Viskíhornsins var boðið á tölu sem Raj sjálfur hélt í austur London, þar sem hann kynnti WhistlePig Farmstock í eigin persónu auk þess sem var boðið var upp á rúgbjór sem var þroskaður í WhistlePig tunnum. Frekar mildur bjór með langt, kryddað eftirbragð. Mjög góður. En snúum okkur að viskíinu.

Anganin: Gefur mikla eik, vanillu og karamellu.

Bragðið: Mýkra en við var að búast, en það myndi vera vegna Lawrenceburg viskísins. Heilmikil vanilla, mikið krydd, mintukeimurinn sem er oft af rúgviskí er til staðar ásamt dálitlum toffíblæ. Ögn mýkra en 12 ára þrátt fyrir að þarna séu yngri viskí og verður mjög spennandi að sjá hvernig WhistlePig viskíið kemur til með að smakkast þegar það verður eldra. Þó er, eins og fyrr segir einungis eitt prósent viskísins frá WhistlePig, en það er víst 100% meira en hingað til hefur verið!

Viskíið skilur við þig með mikilli vanillu, sígildu, krydduðu rúgbragði. Virkilega gott eitt og sér, en hentar einnig gríðarvel í hanastél.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.