Whisky Lemonade er sígilt sumarhanastél sem er afar einfalt að gera.
Einfaldlega hrærið saman eftirfarandi með slatta af ísmolum:
50ml. sítrónusafi
2 msk. síróp
Svo er það viskíið. Okkur finnst Scapa henta vel enda létt, ferskt og ögn sætt. Einnig gengur að nota Arran. Setjið út í eftir smekk, ca. 50ml.
Skutlið síðan sítrónu- eða súraldinsneið út í og njótið.