Sumarviskí

Sígild sumarviskí eru vissulega dropar eins og til að mynda Glenfiddich, með sinn létta og ferska ávaxtakeim. Glenfiddich er söluhæsti einmöltungur veraldar ár eftir ár og eitthvað sem flest viskíáhugafólk hefur sennilega prófað.

Skoðum þá eitthvað annað, minna þekkt.

Byrjum á einmöltungi eins og Scapa, sem er litli bróðir Highland Park á Orkneyjum. Scapa hætti nýverið að setja aldursgreiningar á flöskur sínar, af sömu ástæðu og margar aðrar verksmiðjur hafa gert. Einfaldlega ekki framleitt nóg fyrir 12-15 árum síðan. Í dag kemur þaðan Scapa Skiren, sem er lauflétt úr búrbontunnu með mikla vanillu og hunangssætu. Mjög ferskt og skemmtilegt og fæst í betri Vínbúðum.

The Singleton of Dufftown er annað lauflétt viskí, með mikla hunangssætu. Vanillu, ávexti (helst appelsínur) og hentu- og toffíkeim. Skemmtilegt viskí sem vert er að prófa og fæst á góðu verði í helstu Vínbúðum.

Annað af svipuðum toga er Monkey Shoulder. Monkey Shoulder er blanda þriggja einmöltunga, Glenfiddich, Balvenie og Kininvie, sem eru allar nágrannaverksmiðjur í Spey héraði. Hér er á ferðinni annað létt og ferskt viskí, með skemmtilega vanillu toffí- og hungangsblæ. Monkey Shoulder er líka gott til blöndunar í hanastélum, t.a.m. í Old Fashioned.

Nomad er annað sumarviskí. Nomad er framleitt í Skotlandi en þroskað í tunnum í Jerez á Spáni, og því má ekki kalla það Scotch, því öll stig framleiðslu þess þurfa að fara fram í Skotlandi. Í Nomad eru samankomin um 30 malt- og kornviskí, 5- 8 ára, blönduð saman í Skotlandi en send síðan til þroskunar á Spáni.

Það er einnig með þessa léttu hunangssætu, töluverðan sérríkeim því mikill hluti þess er úr bæði Oloroso og Pedro Ximenez sérrítunnum, þurrkaðir ávextir og rúsínur. Það er því nokkuð þyngra en þau að ofan, en hentar vel sem sumarviskí, og einnig til blöndunar og fæst auk þess á góðu verði í vínbúðum. Það er nokkuð ljóst að hluti maltviskísins þarna kemur frá Dalmore, því Richard Paterson, maðurinn í brúnni þar, kom mikið að sköpun Nomads viskísins.

Teeling frá Dublin er annað viskí sem vert er að nefna, enda afar skemmtileg blanda frá hjarta Dyflinnar. Í henni er bygghlutfallið töluvert hátt og auk þess er það að hluta þroskað í rommtunnum sem gefur góða sætu, alls ekki of mikla, jafnvægið er fullkomið. Mjög gott með vel þroskuðum og bragðmiklum Camembert osti.

Eitt fullkomnasta sumarviskíið í augum ritstjóra er ungt Balblair. Eldri eru oft með mikil sérríáhrif og þyngri, en ca. 10 ára gamalt Balblair er algerlega pottþétt á hlýju sumarkvöldi. Mikill ávaxtakeimur og eitt sem okkur finnst alltaf koma fram í ungu Balblair er ananas, svo ferskt er það. Auk þess krydd, og töluverð vanilla. Það er 46% að styrkleika og tekur vatni mjög vel, þá kemur meiri sæta fram. Fæst td. hér

Önnur sem vert er að hafa í huga eru Arran, GlenCadam og Old Pulteney.


2 athugasemdir við “Sumarviskí

  1. Af hverju er aAuchentoshan ekki á listanum. Standardin þeirra í mínum huga alglört lostæti í hita eða sem Aperitif En maður deilir ekki um smekk.
    KKv frá TN

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.