The Whisky Lounge

The Whisky Lounge, Whisky Weekender er viskíhátíð sem á sér ekki langa sögu en fer stækkandi og batnandi með hverju árinu. The Whisky Lounge er haldið um allt Bretland og kemur einu sinni á ári til Lundúna.

Við hjá Viskíhorninu höfum alltaf mætt á staðinn þegar hátíðin kemur til London og var þessi í ár sú besta hingað til. Í hitteðfyrra var hún nefnd “Dram&Jam” og þar voru hljómsveitir að spila yfir hausamótunum á gestum, meðan þeir voru að smakka viskí og reyna að fræðast um þau. Það er skemmst frá því að segja að það fyrirkomulag féll í grýttan jarðveg, nægur er hávaðinn fyrir þegar viskíspekúlantar koma saman og bera saman bækur.

Hátíðin er ekki eins stór og til dæmis The Whisky Show, en er þrátt fyrir það með nokkuð gott úrval til smökkunar, sérstaklega fyrir fólk sem er nýlega búið að stíga inn í viskíheiminn. Það er ekki mjög mikið um verulega gömul eða fágæt viskí, heldur er áhersla helst lögð á standarda og nýja framleiðendur.

Þarna voru vissulega all mörg skosk viskí, standur með indverskum viskíum auk Box og Mackmyra frá Svíþjóð og Hibiki frá Japan auk nokkurra bandarískra.

Þetta fer þannig fram að þú kaupir þér miða fyrirfram (því þeir seljast vanalega hratt), færð inngöngu, gefur þig á tal við þá sem eru að kynna sín viskí og færð smakk. Svo einfalt er það. Reyndar er málum þannig háttað með dýrari viskí að þar þarftu að kaupa auka “token” til að smakka. Það fylgja tvö “token” með aðgöngumiðanum.

Hátíðin hefur því tekið framförum á hverju ári, þó svo að ekki sé mikið um mjög framandi viskí og sjaldgæf, þá var ögn meira um slíkt í ár. Það er alltaf gott að hressa upp á minnið varðandi standardana.

Viðburðurinn fór fram í hátíðarsal í Oval krikketleikvanginum í Kennington, í suður London.

Við höfum lengi verið í góðu sambandi við Shilton Almeida, dreifingarstjóra Paul John viskísins í Bretlandi. Náðum góðu tali af kauða þar sem hann kynnti kjarnaframleiðslu Paul John, ásamt einum eintunnungi. Meira má lesa um það hér


Diageo var með stand þar sem boðið var upp á nokkra standarda. Lesið um Talisker hér


Laphroaig var með stand með sinni kjarnaframleiðslu, 10 ára, Select, Quarter Cask, Triple Wood og hið nýlega Laphroaig Lore, sem er 7-22 ára gamalt.


Kavalan var þarna með sína kjarnaframleiðslu, sem virðist reyndar vera síbreytileg. Kavalan er frá Taívan og hefur unnið til margra verðlauna undanfarin ár.


Kat frá The Boutiq-y Whisky Company og Balcones var að kynna Balcones viskíin, sem er fyrsta viskíið til að koma frá Texas síðan á bannárunum. Balcones Baby Blue var tekið til kostanna, meira um það hér

Sigurvegari hátíðarinnar er Paul John standurinn. Frábært viskí frá Indlandi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.