Redbreast er í miklum metum hjá Viskíhorninu, enda afar gott og að okkar mati, besta viskíið sem kemur frá Írlandi.
Því var mikill spenningur fyrir að smakka nýjustu afurð Redbreast, Redbreast Lustau sem er að hluta þroskað í Oloroso sérrítunnum frá Lustau framleiðandanum.
Sérríáhrifin eru of sterk, það er of sætt og vínkeimurinn af sérríinu er of frekur, jafnvægið er því ekki nægilega gott.
Appelsínur, negull, mikið krydd, ofþroskaðar plómur. Marsipan, rúsinur, kanill. Þetta eru allt dæmigerðir hlutir sem maður fær úr sérríþroskuðu viskíi en jafnvægið er ekki nægilega gott, þetta vinnur ekki nógu vel saman. Dálítil vonbrigði.