Paul John Single Cask #1906. 59.5%

Viskí í Indlandi tapa miklu áfengi við þroskun þar sem hitastigið er allt annað en í t.d. Skotlandi. Englaskerfurinn (e. Angel’s Share) er um 10% (ca. 1.5% í Skotlandi) og því er erfitt að gera gömul viskí þar um slóðir, því uppgufunin er svo mikil.

Þessi eintunnungur frá Paul John er eiginlega stórundarlegur. Anganin kom mjög á óvart og þetta hljómar kannski ekki sérstaklega sjarmerandi, en hún ilmaði af soðnum kartöflum. Svo mátti greina þarna kakókeim, mikla eik og bygg.

Viskíið bragðaðist allt öðruvísi þó, kannski sem betur fer, þó svo að lyktin hafi verið afar óvenjuleg, þá var hún alls ekki svo slæm, bara öðruvísi, sem er gott.

Nauðsynlegt að bæta smá vatni út í þar sem það er tæp 60% alkóhól. Vatnið róar það niður og opnar, verður mun sætara. Þarna má greina kakó, súkkulaði, mikinn byggkeim og sykursætu, sumir gætu nefnt rommblæ.

Mjög fínt viskí, ekki 75 punda virði þó, en það er jú mestmegnis alkóhólprósentan sem ýtir verðinu upp.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.