Balcones Baby Blue

Balcones er fyrsta viskíið sem kemur frá Texas síðan á bannárunum. Lítill framleiðandi sem hefur verið að gera mjög góða hluti undanfarið.

Eitt þeirra vinsælasta viskí er Baby Blue en nafnið er til komið vegna þess að þetta er fyrsta viskíið sem er framleitt úr blákorni, bláu maískorni sem er nokkuð sætara en venjulegur maís.

Þetta er heldur óvenjulegt viskí. Það fyrsta sem mætir manni er vanillubomba, mikil eik og ferskir ávextir, sítrusávextir, einna helst appelsínubörkur.

Bragðið er svo allt annað, mun þyngra, maður verður ekki eins mikið var við sítrusferskleikann og það er mikið kornbragð af því, bragðast svolítið eins og maður væri að borða viskíverksmiðju! Minnir einnig að hluta á ungt, blandað skoskt viskí í átt við Famous Grouse.

Þetta er ein vinsælasta afurð Balcones, en hún greip okkur ekki við þessa smökkun.

Viskíhornið mælir með annarri Balcones tegund, Brimstone, sem er reykt kornviskí og er einfaldlega stórfenglegt. Allt öðruvísi en nokkuð annað reykt viskí. Reykurinn er gúmmíkenndur, rétt eins og eftir góða “burn out” keppni og auk þess er mjög margt í gangi. Það fær misjafnar viðtökur svo ekki sé meira sagt, en það hitti beint í mark hjá Viskíhorninu..


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.