Kavalan er nýlegur framleiðandi frá Taívan, og hefur gert það gott undanfarið og unnið til ýmissa verðlauna.
Púrtvínsútgáfan þeirra er mjög áhugaverð. Púrtvín og viskí virka ekki alltaf vel saman og er erfitt að ná rétta jafnvæginu, en Kavalan tókst það nokkuð vel þarna, jafnvægið milli viskísins og tunnunnar er verulega gott. Það er nokkuð sætt vissulega, en afskaplega vel samsett.
Hunangssæta, plómur, dökkir ávextir og það örlar á reykjarkeim, örlitlum. Þykist einnig greina þarna smá lakkrís og/eða anísblæ.