Paul John Classic. 55.2%

Paul John er indverskur viskíframleiðandi, frá borginni Goa sem er við vesturströnd Indlands. Fyrirtækið var stofnað árið 1992 en einmöltungar eingöngu verið fáanlegir frá 2012 svo að viskíið er fremur ungt, en mjög vel þroskað. Paul John viskí eru flest hver keimlík skoskum viskíum, kannski sérstaklega Speyside. 

Angan: Létt og fersk, mikill ávöxtur.

Bragð: Þetta eru heil 55.2% svo að vatn er nauðsynlegt. Án vatns er þetta nokkuð skarpt, en með góðum vilja rennur það nokkuð vel niður. Nokkrir dropar af vatni opna það vel, þvi það er svolítið feimið, það verður sætara og flóknara. Nokkuð þykk áferð, “creamy”.

Eftirbragð: Kemur á óvart. Það er mikill ávöxtur og slúttar svo með skemmtilegu anísbragði. 

Afskaplega skemmtilegt viskí, pottþétt fyrir aðdáendur skosks viskís sem vilja prófa eitthvað nýtt. 

Einn af hápunktum The Whisky Lounge 2017


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.