Talisker 10 ára

Talisker er rótgróin verksmiðja á hinni veðurbörðu og afskekktu Skye eyju norðarlega við vesturströnd Skotlands og telur eyjan rúmlega 10.000 eyjarskeggja.

Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður, fiskvinnsla, laxeldi og jú, viskí en þar er téð Talisker, og blöndunarverksmiðja sem framleiðir m.a. Poit Dhubh (Pottsj gú) og Te Bheag (Tsje vegg).

Talisker er kannski ekki auðveldasta verksmiðjan að heimsækja en er þrátt fyrir það ein mest heimsótta verksmiðjan í Skotlandi, enda á hún sér í dag afar dyggan aðdáendahóp og landslagið er nánast engu líkt.

Umfangsefnið hér er 10 ára Talisker sem er flaggskipið eins og sagt er en auk þess eru framleidd 18 ára, og Distiller´s Edition sem inniheldur slatta af viskíi úr sérríámum.

Talisker 10 angar af töluverðum móreyk, kryddi (helst pipar), sjávarsíðu, og ef við förum alla leið, skipaköðlum. Það er ljóst að þetta er eyjaviskí.

Bragðið er stórt og þarna er heilmikill reykur, ekki eins mikill og af Islaysprengjunum en hann er verulegur. Hugsanlega gott skref inn í heim reyktu viskíanna. Mjög ágengt, piparkryddað, en þó er töluverður ávöxtur í bakgrunni, svolítið sætara en lyktin gefur til kynna.

Langt, heitt, kryddað eftirbragð með nokkrum móreyk.

Talisker er viskí sem á að vera til uppi í hillu hjá öllum viskíáhugamönnum og fæst á sanngjörnu verði í ÁTVR.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.