Svein

Við hjá Viskíhorninu grípum oft Svein þegar við eigum leið um fríhöfn en þar fæst afar gott viskí á mjög sanngjörnu verði eða um 35 pund lítraflaska. Hönnunin er einnig framúrskarandi. Afar vel gert, eins og Highland Park er von og vísa.

Það er mestmegnis úr búrbontunnu en það er eflaust einhver hluti úr sérrítunnu, fremur létt, mjög mikill ávöxtur og svolítið sykursæt vanilla, afar auðdrekkanlegt. Það er þarna einhversstaðar örlítill reykjarkeimur, alls ekki mikill. Auk þess appelsínubörkur, eik. Það er NAS eða No Age Statement sem þýðir að yngsta viskíið í flöskunni er ungt en við erum viss um að það elsta er nokkuð gamalt. Þetta er að minnsta kosti ofsalega vel samansettur einmöltungur.

Við höfum gefið mörgum nýliðum í viskíheiminum að smakka, fólki sem hefur ekki líkað viskí fram að því og flestir hafa þeir fallið fyrir Sveini, enda vingjarnlegur, mjúkur og aðgengilegur.

    • Anganin er létt og silkimjúk, ávaxtablær sem minnir á appelsínur.
    • Bragðið fylgir lyktinni vel á eftir. Mikil vanilla, appelsínurnar koma vel fram og jafnvel örlar á ananas, krydd (mulinn, svartur pipar).
    • Eftirbragðið er kannski ekki það lengsta, en það er gott, verulega gott. Vanillan og ávöxturinn lifa einna lengst.
  • Við mælum algerlega með að grípa Svein í fríhöfninni, ef meiningin er að kaupa sér verulega vel gert viskí án þess að dælda bankareikninginn of mikið.

 

Sveinn kemur í 1000ml. flöskum og fæst eingöngu í fríhöfnum, þ.á.m. í Keflavík.
Lesið hér um Warrior seríuna sem Sveinn er partur af.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.