Highland Park – ‘Valhalla’ serían

Orkneyjar eru samofnar víkingatímanum og spiluðu stóra rullu í sögu okkar Íslendinga, og Skandinavíu allri.

Highland Park er önnur tveggja viskíverksmiðja á Orkneyjum, hin er Scapa. Highland Park gerir mikið út á víkingasögu eyjanna og hafa þau verið að framleiða undanfarið tvær víkingaseríur, Warriors og Valhalla.

Valhalla serían fæst í betri viskíbúðum, ekki fríhöfnum. Í henni eru Freya, Thor, Odin og Loki. Serían fæst í 70 cl. flöskum og óþynnt.

Byrjum á Thor, hinum eina sanna þrumuguði, og hvort hann standi undir nafni.

Þór er 16 ára og átappaður á 52.1 prósenti og upplagið var 23.000 flöskur.

Lyktin er mjög aðlaðandi, mikil eik og það breytist mikið í glasinu eftir því sem líður á, verður stærra, sætara.

Þór er þungur og mikill, eins og hans er von og vísa. Það er örlar á reyk en hann er frekar mildur. Svartur pipar og jafnvel anís.

Eftirbragðið kemur á óvart, reykurinn sem ekki varð mikið vart við í upphafi, hann virðist hafa færst allur í aukana.

Er mildara og sætara með vatnsdropa.

Þrumuguðinn stendur undir nafni. Verulega kröftugt viskí.


Næstur í röðinni er hinn viðsjárverði, Loki.

Hann er ári yngri en Þór og veikari en styrkleikinn er 48.7%

Loki lyktar léttur, mun mildari en þrumuguðinn, veikari. Maltkeimur og léttur reykjarblær.

Hluti af Loka er úr tunnum sem áður innihéldu reykt viskí, maltið sjálft er ekki mikið reykt, ef eitthvað.

Loki er svikull, háll sem áll, lyktin breytist með hverjum andardrætti og bragðið kemur nokkuð á óvart. Mikið og þungt krydd, negull eða eitthvað í þá áttina. Örlítill reykur.

Þó þetta sé einungis um 48% þá mælum við með að bæta nokkrum vatnsdropum út í, það opnar Loka því hann er jú, svolítið lokaður. Hann verður bragðmeiri, það losnar um hann og hann verður opnari og skemmtilegri.

Ekki eins magnaður og Þór en stendur þó vel fyrir sínu.


Þá er það frjósemisguðinn Freya.

Hún er sterkari en Loki, 51.2%.

Anganin er léttari og mýkri heldur en Loki og Þór. Fersk angan, perur, léttir ávextir og eins og svo oft er með Highland Park, þá er örlítill reykur í bakgrunni ásamt agnarsmáum reykjarblæ og salti.

Bragðið kemur ekkert á óvart, nokkuð eins og anganin sagði til um, ferskt, “trópískt”, svolítið “djúsí”, svolítið eins og tropical appelsínusafi.

Freyja er fersk, frekar látlaus miðað við bræður hennar í seríunni, en hún leynir á sér.


Að lokum er það Odin hinn eineygði og alvitri.

Hann er 16 ára, úr enduráfylltum sérrítunnum í 12 ár og úr nýjum sérrítunnum hin fjégur árin eða svo.

Eins og öll serían, kemur Óðinn í afar veglegri, svartri viðaröskju sem er byggð á langskipum víkinganna, og lítur afar vel út svo ekki sé meira sagt.

Óðinn er lokahnykkurinn í Valhallarútgáfum Highland Park og ekki hægt að segja annað en að það sé endað með pompi og pragt því Óðinn hinn alvitri er þungur, hann er stór, hann er sætur, hann er alltumlykjandi og yfirgnæfandi.

Sérrísætindin eru svolítið áberandi, liggur við að það sé rommkeimur af Óðni, lakkrís, mikið krydd, rúsínur en það má auðveldlega finna þarna ferska ávexti á borð við appelsínur og jafnvel súraldin.

Virkilega flókinn, margslunginn hann Óðinn en blindur á öðru. Ritstjóri hallast helst að Þór sé bestur í þessari seríu en Óðinn fær mjög háa einkunn, mjög háa.

Skemmtileg sería þarna frá Highland Park, sem hefur alltaf hyllt víkingasögu Orkneyja.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.