Hanastél helgarinnar er Rykugur Harðjaxl eða eins og hann heitir á frummálinu Rusty Nail og er uppskriftin verulega einföld, sem gefur manni svigrúm til að leika sér með hana.
Það sem þarf er skoskt viskí, má vera blandað. Dewars er algengt að nota, Famous Grouse jafnvel, en við mælum með að nota eitthvað ögn bragðmeira eins og Johnnie Walker Black, Chivas 12 eða jafnvel 18. Eða jafnvel fara alla leið og nota einmöltung á borð við Glenmorangie eða Glenfiddich.
Annað sem þarf er skoskur líkjör að nafni Drambuie. Grunnurinn þar er skoskt viskí en í það er bætt hunangi og kryddjurtum, eftir gamalli, leyndri uppskrift.

Sítrónusneið til skreytingar.
Önnur skemmtileg útfærsla á Harðjaxlinum er Reykti Harðjaxlinn. Það er sama uppskrift en notist þá við reykt viskí, Ardbeg eða Port Charlotte henta mjög vel. Einnig þessi reykta blanda Islay Mist sem er fáanleg hér
Njótið.