Glenfiddich XX

Ritstjóri varð þess heiðurs aðnjótandi nýverið að vera boðið ásamt um 20 öðrum viskíspekúlöntum, á tölu hjá Brian Kinsman, maltmeistara hjá William Grant’s, sem á m.a. Glenfiddich. Þarna voru kynntar tvær nýjar Glenfiddich tegundir. Sú fyrri var Glenfiddich IPA sem er þroskað í tunnum sem áður innihéldu IPA bjór, og við komum að síðar.

Hin útgáfan var XX, eða Glenfiddich Twenty.

Nafnið er tilkomið vegna þess að á vegum Glenfiddich starfa tuttugu “brand ambassadors”, á heimsvísu. Þeim var, einn góðan veðurdag, öllum tuttugu stefnt niður í eitt vöruhúsa Glenfiddich, sleppt þar lausum og hver og einn var beðinn að velja eina tunnu, eingöngu byggt á lýsingunni á lokinu.

Þegar hver og einn hafði valið sína tunnu var þeim tilkynnt að nú hefðu þeir valið nýtt Glenfiddich viskí. Brian tók þessar tunnur og blandaði þeim saman eftir kúnstarinnar reglum, slatti úr einni tunnu, meira úr annarri, hellingur úr þeirri þriðju og svo framvegis.

Útkoman varð þessi, Glenfiddich XX sem er í frekar takmörkuðu upplagi. Fyrir vöruhönnunarnirði, þá lítur flaskan glæsilega út, minimalísk, svört askja og á henni er eitt fingrafar, sem er blanda af fingraförum allra þeirra tuttugu sem völdu tunnurnar.

Anganin er frekar þung, mikill dökkur ávaxtablær, í áttina að plómum og rúsínum.

Bragðið er frekar þungt og mikið um sig, dálítið sætt. Þarna er ég viss um að eru gamlar púrtvíns og/eða rauðvínstunnur. Það er frekar þurrt og nokkuð um tannín. Það er fyrst mjög sætt og hresst, en eftir nokkrar sekúndur koma tannínin fram og þessi púrtvínskeimur sem ég kann ekki nógu vel við. Vatn slær þónokkuð á það og bætir, hressir og kætir.

Eftirbragðið er einmitt þessi þungi, kryddaði vínkeimur með svolitlu af vel þroskuðum banönum.

Lokaniðurstaðan er eiginlega dálítil vonbrigði að mínu mati og voru margir þarna sammála mér, og sögðu mér það í einrúmi enda þorði enginn að segja það beint upp í opið geðið á Brian!

Gott viskí vissulega, en það er bara svo margt annað betra í boði fyrir sama pening. 6.5/10


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.