Sparviskí

Stundum langar mann í viskí og vill kannski ekki eyða of miklu, eða, ætlar að gefa viskí sem gjöf, en vill halda verðinu innan ákveðins ramma. Kannski er blásið til veislu og ætlunin að gera magninnkaup, þá er gott að hafa í huga þessi ‘spar-viskí’, sem eru í kringum 10.000kr.

Byrjum á þessum flottu gjafaöskjum sem fást í Royal Mile Whiskies:

Ardbeg 10 kemur með tveimur miniflöskum sem eru vanalega ekki fáanlegar einar og sér, Uigeadail og Corryvreckan. Uigeadail er að hluta úr sérrítunnum sem felur reykinn örlítið og gerir það sætara. Corryvreckan er að hluta úr ferskri, franskri eik og er mjög ágengt. Bæði eru þau átöppuð óþynnt, af náttúrulegum styrkleika.
10 ára Ardbeg er eitt reyktasta viskí sem framleitt er og þessi pakki er fáanlegur hér

 

Ardbeg 10 með tin öskju sem er eftirlíking af vöruhúsinu þeirra. Fáanlegt hér

 

 

 

 

Bruichladdich. Pakki með þremur mismunandi tegundum frá Bruichladdich. Tilvaling gjöf fyrir áhugamenn um viskí. Bruichladdich er afar framsækin verksmiðja og þar á bær eru menn óhræddir við að prófa eitthvað nýtt. Þarna er Classic Laddie, sem er óreykt Islay viskí, sem er frekar óvanalegt. Einnig Scottish Barley, en þar er eins og nafnið gefur til kynna, eingöngu notast við bygg frá Islay. Byggið þaðan gefur söltugri og olíukenndari keim heldur en bygg frá meginlandinu. Síðast en ekki síst er þar Port Charlotte sem er mjög mikið reykt. Þegar Laddie framleiðir reykt viskí eru þau markaðssett undir öðrum heitum, Port Charlotte (nefnt eftir verksmiðju á Islay, sem lokaði á 3. áratug 20. aldar) og Octomore, sem er reyktasta viskí sem framleitt hefur verið. Þessi pakki fæst hér

 

Tomatin er hálandaviskí, oftast þroskað í bæði búrbon- og sérrítunnum. Létt og nokkuð sætt. Fæst hér

 

 

 

 

Glen Moray Port Cask með tveimur glösum. Létt og skemmtilegt, tilvalið byrjendaviskí. Fáanlegt hér

 

 

 

 

Hér eru svo nokkrir vel valdir einmöltungar:

An Cnoc er frá Huntly á hálöndunum, rétt við Speyhérað. Verksmiðjan heitir KnockDhu. Meðfærilegt, auðdrekkanlegt með mikinn ávöxt og er á mjög góðu verði. Fæst hér

Benromach. Léttreykt Speyviskí með miklum maltkeim. Svolítið ágengt miðað við að vera frá Speyhreppi en rennur þó ljúflega niður. Fæst hér

Bowmore 12 ára er verðlagt á mjög sanngjarnan hátt í ÁTVR. Léttreykt Islay viskí með töluverðum sérríkeim. Elsti framleiðandinn á Islay.

Glen Moray sem er ekki flóknasta viskí sem fyrirfinnst, en fæst á ágætis verði í ÁTVR og er ódýrara en flestir einmöltungar.

Oban 14 ára er ávaxtakennt hálandaviskí með miðlungsfyllingu og örlitlum reykjarblæ. Fæst í ÁTVR

Old Pulteney er létt, óreykt og ávaxtaríkt viskí með strandakeim, frá Wick, sem er við norð-austurhorn Skotlands. Næst- nyrsta verksmiðjan á meginlandinu.
Fæst hér

Ledaig 10 sem er skemmtilegt, léttreykt viskí frá Tobermory verksmiðjunni á Isle of Mull. Talisker aðdáendur ættu að prófa það. Fæst á góðu verði í ÁTVR

Singleton of Dufftown 12 ára er annar einmöltungur sem fæst á fínum prís í Vínbúðum. Afar létt og meðfærilegt, mikill ávöxtur og hunang.

Talisker 10 er á flottu verði í ÁTVR. Talisker er önnur tveggja verksmiðja á Isle of Skye (Torabhaig vopnaði í byrjun árs 2017) og býður upp á léttreykt, ávaxtaríkt og kryddað viskí.

Sé meiningin að eyða ögn lægri upphæð, þá eru hér nokkrar blöndur sem vert er að hafa í huga:

Chivas Regal 18 ára fæst á rúmar 9.000 krónur, sem er mjög gott verð hjá ÁTVR. Fínasta blanda, ávaxtakennd með örlitlum reykjarkeim. 2000 krónum dýrara en 12 ára og vel þeirra aukakróna virði!

Hið japanska Nikka from the Barrel er vel þess virði að prófa. Kemur í hálfslítra flöskum en er virkilega skemmtilegt og spennandi.

Önnur má nefna Johnnie Walker Black og Naked Grouse. Fást í helstu Vínbúðum.

Blandan Islay Mist er einn best verðlagði blöndungur veraldar. Maltviskíið í Islay Mist kemur frá Laphroaig og er mjög reykt. Verulega gott viskí á afar hagstæðu verði. Fæst hér

Írski framleiðandinn Teeling framleiðir mjög góða blöndu sem er að hluta búin að liggja í rommtunnum. Virkilega skemmtileg blanda sem fæst hér

Kornviskíið írska Kilbeggan má einnig hafa í huga, því það er tiltölulega ódýrt og mjög fínt. Létt og mikill ávöxtur, ferskt.

Af búrbónum í ÁTVR má nefna Bulleit sérstaklega og einnig rúgviskíið þaðan. Stórfín ein og sér og henta einnig afar vel í hanastél.

Auk þess má að lokum nefna eitt vanmetnasta búrbon veraldar að mati ritstjóra, Evan Williams sem fæst hér


Ein athugasemd við “Sparviskí

  1. Eitt viský finnst mér bera af í þessum verðflokki, en það er Connemara Peated Single Malt, yndislegt viskí og vel þess virði fyrir þá sem líkar reykur en vilja ekki leggja út fyrir Lagavulin.

    Líkað af 1 einstaklingur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.