Guðfaðirinn

Þetta Hollywood hanastél er lítt þekkt en ákaflega einfaldur kokteill og hressandi tilbreyting. Það þarf einungis tvær gerðir alkóhóls og annað þeirra er viskí, sem ég er viss um að lesendur eiga eitthvað af, og hitt er ítalskur Amaretto möndlulíkjör. Í ÁTVR ætti að fást Disaronno, Luxardo og Gozio. Gozio er mjög góður en sígilt er að nota Disaronno.

Hanastélið sem um ræðir er The Godfather en sagan segir að Marlon Brando hafi drukkið það reglulega þó það sé alls ekkert víst að sé satt!

Uppskriftin er ofureinföld:
– einn skammtur blandað, skoskt viskí
– einn skammtur Amaretto
– ísmolar
– snúinn appelsínubörkur til skrauts (val)

 

 

 

 
Hvað viskíið varðar er Dewar’s algengt, Johnnie Walker Black Label virkar mjög vel. Nú, ef þið viljið prófa einmöltunga þá um að gera. Myndi mælast gegn reyktum þó, virkar illa með möndlulíkjörnum. Sértu mjög hrifin(n) af líkjörnum má auka hlutfall hans örlítið á kostnað viskísins og reyndar setja sumir 1 á móti tveimur Amaretto í hag. Best að prófa sig til og finna sinn stíl.

Hellið viskíinu og líkjörnum hægt yfir ísinn og hrærið í sífellu. Gott er að nota annað, stærra glas en drukkið er úr eða kokkteilhristara, til að blanda og hella svo yfir í sívalt glas. Tumblerglas virkar vel. Nú fer ég kannski á hálan ís en belgmikið rauðvínsglas myndi einnig virka.

Sumir myndu henda skvettu af Coca Cola út í til að peppa þetta aðeins upp (algengara ef búrbon er notað), en ef kokkteilhristari er notaður, hellið því varlega yfir hanastélið í glasinu sem drukkið er úr, eftir hristing, og leyfið að sökkva rólega niður.

Njótið!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.