Ardbeg Day 2017

Ardbeg Day er dagurinn þegar Ardbeg setur á markað nýja útgáfu, í frekar takmörkuðu upplagi.

Fyrri útgáfur hafa verið Ardbeg Alligator, Galileo, Supernova, Auriverdes og Dark Cove svo eitthvað sé nefnt.

Eftirvæntingin er ávallt mikil og menn spenntir að vita hvaða útgáfa sé næst (3. júní 2017) og hvað geri hana sérstaka.

Fréttir voru að spyrjast út um það hver sé næst í röðinni en hún kemur til með að heita Ardbeg Kelpie og er úr ferskum tunnum úr eik sem óx við Svartahaf og er sú fyrsta frá Ardbeg til að vera úr þannig tunnum enda sjaldgæft að nota þær við viskíframleiðslu.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig það smakkast enda eins og fyrr segir, fáheyrt að viskí sé úr slíkum tunnum, en þær eru sagðar gefa mikið og sterkt bragð og Kelpie heitið gefur í skyn að það verði frekar salt.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.