Stórfréttir úr viskíheimum!

Mynd: Whisky Magazine

Jim McEwan, sem oft hefur verið nefndur “tunnuhvíslarinn” eða “ The Cask Whisperer” er kominn aftur. Hann starfaði lengstum hjá Bowmore, eða í hátt í 40 ár og síðan var hann við stjórnvölinn hjá Bruichladdich þar til hann settist í helgan stein nýverið.

Sú seta entist ekki lengi þar sem eigendur nýrrar verksmiðju á Islay, Ardnahoe, freistuðu hans og fengu til að hafa yfirumsjón með fyrstu árum þessarar nýju verksmiðju, en hún er á austurströnd Islay, rétt sunnan Bunnahabhain og með einstakt útsýni yfir The Sound Of Islay yfir til Jura eyjarinnar.

Á árum sínum sem yfirmaður eimingar hjá Bowmore og Bruichladdich var Jim þekktur fyrir að tala við tunnurnar þegar hann var að athuga stöðuna á þeim; “ert þú klár elskan mín? Nei þú þarft tvö ár í viðbót” og þaðan kom nafngiftin, tunnuhvíslarinn.

Jim er alger goðsögn í viskíheiminum eftir störf sín hjá Bowmore og Bruichladdich og eru þetta því verulega spennandi fréttir og áhugavert að fylgjast með framvindu mála þar.

Mikil gróska er í Skotlandi þessa dagana og er þetta 9. verksmiðjan á Islay. Sú 10. er einnig í startholunum, en hún heitir Gartbreck og verður líka spennandi að sjá hvað kemur þaðan!

Hér er tölvugerð mynd af verksmiðjunni eins og hún kemur til með að líta út að utan og er ekki annað hægt að segja en að þetta líti ljómandi vel út!

Mynd: http://www.scotchwhisky.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.