Á Arran eyjunni hefur verið ein verksmiðja síðan árið 1995 en það breytist árið 2018 þegar ný verksmiðja opnar í Lagg, sem er sunnarlega á Isle Of Arran.
Verksmiðjan verður í eigu Arran fyrirtækisins og verður þar framleitt reykt viskí en í Arran hefur verið framleitt í litlu magni viskí sem heitir Arran Machrie Moor og er dálítið reykt. Sú framleiðsla hefur gengið vonum framar og ætlar Arran að flytja framleiðslu þess í nýju verksmiðjuna og búa þar til eingöngu reykt viskí.
Hér er tölvugerð mynd af verksmiðjunni.
