Balvenie 17 er einn kjarna Balvenieframleiðandans, þroskað að mestu í búrbontunnu og að einhverju leyti í sérrítunnu.
Lykt: Stór og mikil, sæt, hungangssæta, vanilla, ferskur ávöxtur, bananar og jafnvel súraldin.
Bragð: Svolítið möltugt, korn, banani, vanilla, fullkomin sérrísæta og krydd. Óhemju vel sett saman.
Eftirbragð: Langt og mikið. Verð að nefna banana aftur, vel eða kannski ofþroskaða banana, krydd. Sítrus.
Ritstjóri er ekki mesti Balvenie aðdáandinn á svæðinu, 12 ára er til að mynda að hans mati frekar dauft og leiðinlegt viskí, en þegar Balvenie verður 15 ára plús, þá gerist einhver galdur. Balvenie 17 er nánast hið fullkomna Speyside viskí. Tikkar í öll boxin!