Helstu reglur um framleiðslu skosks viskís

    • Öll stig framleiðslunnar þurfa að fara fram í Skotlandi.
    • Alkóhólinnhald átappaðs viskís þarf að vera 40% hið minnsta og eigi meira en 94.8%.
    • Geyma/þroska skal áfengið í eikartunnu í þrjú ár hið minnsta (3 ár og einn dag reyndar) til að megi kalla það viskí. Tunnurnar mega vera frá öllum heimshornum en þroskunin skal fara fram í Skotlandi eingöngu og í viðurkenndum húsakynnum. Tunnurnar skulu ekki vera stærri en sem nemur 700 lítrum.
    • Einu hráefnin sem má nota eru bygg (til framleiðslu einmöltunga) og aðrar korntegundir ásamt vatni. Einu hráefnin sem má bæta út í eru ger og karamella til litunar. Afar skiptar skoðanir eru um notkun karamellu. Í velflest viskí er henni bætt út í í afar litlu magni til að fá dekkri og girnilegri lit, en það er gert í svo litlu magni að það ætti ekki að hafa nein áhrif á bragð. Þó eru til svokölluð “svört viskí” eins og til dæmis Cu Dhubh og hið nú ófáanlega Loch Dhu, en þar hefur verið notast við gríðarlegt magn karamellu, það mikið að hún hefur mikil áhrif á bragð. Sé ekki tekið fram á flöskumiðanum að það sé af náttúrulegum lit þá má gera ráð fyrir að flaskan innihaldi karamellu. Framleiðendur taka það vanalega mjög skýrt fram innihaldi flaskan enga karamellu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.