Ledaig 10

ledaig_10Þess má geta að Ledaig er borið fram „Ledsjöggh“ og þýðir „safe haven“ á galísku, eða einhverskonar öruggt athvarf/skjól eða griðastaður.

Ledaig er framleitt í Tobermory verksmiðjunni á Isle of Mull og má segja að þetta sé nokkurs konar reykt utgáfa af Tobermory.  Undanfarin ár hefur 10 ára útgáfan af Ledaig verið átöppuð á 40 prósentum og kaldsíuð. Nýlega hættu þeir þó með 40% gaurinn og skiptu yfir í 46.3% útgáfu sem stendur hinni fyrri mun, mun framar. Ég var aldrei hrifinn af gömlu útgáfunni, eða Ledaig yfir höfuð hreinlega. Fannst aldrei mikið til þess koma.

Þegar þessi nýja útgáfa rataði í hllurnar hjá okkur í búðinni langaði mig um leið að prófa og sjá hvort þeir hefðu fundið villu síns vegar og búið til eitthvað almennilegt. Tók sénsinn og splæsti í eina bokku og sé alls ekkert eftir því. Frábært viskí, ótrúleg breyting frá forveranum. Yndislega reykt, mikill mór, söltugt og frábrugðið venjulegum, reyktum Islay viskíium að því leyti að það er svo ferskt í bland við reykinn og alla þyngdina. Möltugt, heilmikill vanillukeimur, minta, svolítið „spæsí“, pipar.

Ledaig 10 ára. Ef þið eruð hrifin af reyktum viskíum en viljið prófa eitthvað nýtt og ferskt…þetta steinliggur.

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.