Finlaggan

Þetta hafði ég, ritstjóri, ekki áður smakkað en gripurinn er frá Finlaggan átöppunarfyrirtækinu og er einmöltungur frá Islay. Málið með Finlaggan er að þeir sem átappa skepnunni láta ekki í ljós hvaðan kvikindið kemur, frá hvaða verksmiðju. Eina sem er tekið fram er að það er frá einni ákveðinni verksmiðju á eyjunni Islay. Það er víst algert hernaðarleyndarmál hvaða verksmiðja það er sem leggur til viskíið í þessa tilteknu flösku. Margir halda að þetta sé ungt Lagavulin. Gæti vel verið en ég er þó ekki alveg sannfærður.

Lagavulin er ekki stór verksmiðja en eftirspurnin er gríðarleg eftir viskíinu þeirra og ég verð að leyfa mér að efast um að þeir séu að selja eitthvað til átöppunarfyrirtækja. Þó minnir þetta vissulega á Lagavulin en ég hallast þó frekar að því að þetta sé Caol Ila. Það hefur sætuna og léttleikann sem einkennir Caol Ila. Þetta er ungt, mjög ungt. Aldrei yfir 10 ára. Eflaust á aldrinum 6-9. Það fyrsta sem slær mann er reykurinn, það er ekkert mikið meira að gerast til að byrja með…en svo þegar maður er farinn að sjá til handa eftir að hafa barist fram úr reykjarmekkinum, þá spretta fram þessi Caol Ila sætindi sem maður kannast við. Frekar vel þroskað eftir aldri, það hefur þennan ferska, sterka ávaxtakeim sem oft einkennir ung viskí en það er þarna líka töluverður þroski, keimur af rúsínum, smá lakkrís, pipar, en fyrst og fremst, reykur. Skemmtilegt viskí, virkilega líflegt.

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.