Ardbeg

ardbeg_homepanel
Mynd: http://www.ardbeg.com

Ardbeg verksmiðjan er á Islay og er ein sú smæsta þar á bæ með afköst upp á eina milljón lítra árlega. Ardbeg er reyktasta viskíið sem er almennt fáanlegt. Reyktari viskí eru til, en í afar takmörkuðu upplagi, eins og t.d. Octomore, frá Bruichladdich verksmiðjunni.

Ardbeg verksmiðjan var stofnuð árið 1815 og hefur gengið upp og ofan hjá þeim allar götur síðan og eigendaskipti verið tíð. Árið 1981 var verksmiðjunni lokað en opnuð aftur árið 1989. Eitthvað gekk það brösuglega og hún lokaði aftur árið 1996. Árið eftir keypti Glenmorangie fyrirtækið Ardbeg verksmiðjuna og hefur hún verið í eigu þess allar götur síðan.

Oft og tíðum hef ég, ritstjóri, heyrt að Ardbeg frá 8. áratug síðustu aldar sé með bestu viskíum sem nokkurn tímann hafa verið framleidd. Ástæða þess að ég ákvað að henda í örgrein um Ardbeg er sú að nýverið hlotnaðist mér sá heiður að smakka 28 ára gamalt afbrigði, átappað árið 2000 sem þýðir að kvikindið var eimað árið 1972.

Þvílíkt og annað eins viskí hef ég aldrei smakkað áður og hef ég þó smakkað þau mörg. Ég fullyrði að það er ekki til eitt einasta viskí á markaðnum í dag sem bragðast eitthvað í líkingu við þetta. Það var búið að liggja í búrbontunnu í 28 ár og bar þess greinileg merki. Heilmikil eik og hellingur af reyk eftir (reykjarbragðið á það til að dofna með aldrinum). Þykkt og olíukennt…ég kem eiginlega ekki alveg orðum að því hvernig þetta bragðaðist. Mig langar helst að líkja því við einhverskonar meðal, tannlæknastofulykt þið vitið, eða heftiplástur en ætla ekki að gera það, því það hljómar ekki vel!  Bragðið og munntilfinningin er ofboðslega þykk, moldarkennd, söltug og ofsalega reykt. Eftirbragðið entist hátt í hálfan mánuð. Eins og glögglega má sjá þá á ég í erfiðleikum með að lýsa bragðinu af þessu, en ég get vottað það að þetta er eitt það allra, allra besta viskí sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Þvílík bomba. Ástæðu þess hví Ardbeg bragðast ekki svona í dag þekki ég ekki, og þeir sérfræðingar sem ég hef spurt hafa engin svör. Viskíið er kannski ekki framleitt í dag af sömu natni og það var gert á þessum tíma. Í dag snýst þetta kannski meira um fjöldaframleiðslu, tíma, peninga og sparnað þeirra.

Þessi bomba fær 10

Helstu afbrigði Ardbeg eru eftirfarandi:

  • Standardinn er 10 ára og er vanalega fáanlegur víða.
  • Ardbeg Corryvreckan er áttappað af náttúrulegum styrkleika, þ.e.a.s. engu vatni bætt við og er því ansi sterkt, eða 57.1%. Ungt og líflegt og ofboðslega reykt og úr franskri, nýrri eik.
  • Ardbeg Uigedail er blanda af 7, 8 og 10 ára og einn þessara árganga er úr sérrítunnu sem gefur fyllra og sætara bragð með öllum reyknum. Uppáhalds Arðbeggurinn minn. 54.2%

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.