Vetrarviskí

wintertreeslake

Nú ræður vetur konungur ríkjum og hvað er betra eftir að hafa bisað við að moka húsið upp, en að koma inn í hlýjuna, rífa sig úr kuldagallanum og föðurlandinu, hlamma sér í sófann og súpa á lífsins vatni, svona rétt til að fá yl í kroppinn?

Fyrst ber að nefna (tekið mið af úrvali í ÁTVR) væri Ardbeg, eða Caol Ila sem ætti að fást a.m.k. í Kringlunni og/eða Heiðrúnu. Hvort tveggja afar reykt, Ardbeg sínu meir. Fullkomið til að ylja sér við á köldum kvöldum.

Önnur tilvalin:

Highland Park – Örlar á þurrum reyk, sætt

Laphroaig – Klassíker. Reykur, mór, salt, tjara

Talisker – Léttreykt, krydd, pipar, salt

Sé litið út fyrir það sem fæst í áfengisverslun allra landsmanna, þá má nefna Port Charlotte, sem er framleitt af Bruichladdich verksmiðjunni á Islay. Ofsalega skemmtileg reykbomba sem sannarlega yljar manni um hjartaræturnar og jafnvel víðar.

Bruichladdich er vanalega óreykt en þegar þar er framleitt reykt viskí þá er það framleitt undir nafninu Port Charlotte (sem var verksmiðja á Islay en lokaði árið 1929). Einnig framleiða þeir Octomore sem er reyktasta viskí veraldar.

Annað er Longrow, sem er framleitt af Springbank. Það er reykt jafn mikið og Ardbeg og er sérlega skemmtilegt.

Eitt sem okkur langar að nefna líka er BenRiach, sem er Speyside viskí og því heldur óvanalegt komandi þaðan og verandi mikið reykt. Kjarnaframleiðslan hjá BenRiach er óreykt en til hliðar gera þeir 10 ára Curiositas og 17 ára Septendecim. Þau eru ekki eins söltug og Islay viskíin, með ögn þurrara reykjarbragð en algerlega þess virði að prufa.

Kilchoman verksmiðjan, sem er sú nýjasta á Islay (opnuð 2005) hefur verið að koma gríðarlega sterk inn upp á síðkastið. Standardinn, Machir Bay er frábær miðað við aldur og svo hafa komið út nýlega útgáfur eins og Sanaig sem er 30% búrbon- og 70% sérríþroskað og er algert lostæti. Loch Gorm einnig og svo koma þaðan reglulega nýjar tegundir í takmörkuðu upplagi sem allar hafa verið framúrskarandi fínar..

Fullkomin vetrarviskí öllsömul.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.