Búrbonviskí

Einn angi viskíheimsins er búrbon (e. bourbon), sem er bandarískt maísviskí, þ.e. í stað til dæmis byggs sem einmöltungar (e. single malt) eru framleiddir úr, er notast við maís. Uppistaðan verður að vera 51% maís hið minnsta.

Búrbonviskí eru nokkuð frábrugðin skoskum þó hvort tveggja sé viskí. Eins og einhversstaðar stendur: Ekki eru öll viskí búrbon en allt búrbon er viskí. Flest búrbon notast við írsku stafsetninguna, þ.e. „whiskey“.

Eins og gengur og gerist með skosk viskí, írsk, japönsk o.s.frv. eru reglurnar við framleiðslu búrbons afar strangar.

Í Kentucky í Bandaríkjunum er sýsla sem heitir Bourbon County. Algengur misskilningur er að fólk haldi að búrbon verði að vera framleitt þar. Það er ekki rétt. Búrbon má framleiða hvar sem er í Bandaríkjum Norður Ameríku, en hvergi annarsstaðar. Bourbon sýslan var á sínum tíma nefnd eftir frönsku konungsfjölskyldunni og vildi svo til að flest viskí voru búin til þar á „unglingsárum” Bandaríkjanna, og eru enn. Um 95% búrbona eru framleidd í Kentucky. Á tunnulokunum stóð nafn sýslunnar, Bourbon og festist nafnið því við þennan göruga drykk.

Til að þú megir kalla búrbon bourbon, þá verður það að vera framleitt úr að minnsta kosti 51% maískorni, alkóhólinnihald eigi minna en 40% og eigi meira en 80%. Það verður að vera þroskað í ferskri eikartunnu, tunnu sem hefur aldrei umlukið örmum sínum nokkrum öðrum drykk.

Mörg búrbon innihalda vissulega meira en 51% maískorn, en restin er vanalega bygg, rúgur og hveiti. Til eru Corn Whiskey, þau innihalda 80% maískorn hið minnsta, en ástæðan fyrir því að þau eru ekki búrbon er sú að þau eru vanalega úr gömlum, endurunnum tunnum.

Þessi 49% max sem eftir eru af uppskriftinni samanstanda vanalega af, eins og ég nefndi fyrr, rúgi, hveiti og/eða byggi. Sé hveiti í uppskriftinni, verður viskíið oft mildara og auðveldara viðureignar.. Sé það rúgur verður það oftast beittara, með kryddkeim og oft mjög áberandi mintubragði. Búrbon eru vanalega frekar sæt og með krydduðum vanillukeim.

Í stuttu máli og einföldu, þá er þetta það sem gerir búrbon að búrboni:

–Uppskriftin þarf að samanstanda af 51% maískorni hið minnsta
–Verður að vera þroskað í nýrri eikartunnu (Því eru tunnurnar ónothæfar eftir eina notkun. Skotarnir sáu sér þar leik á borði og kaupa þær undir sín skosku viskí.)
–Verður að vera búið til í BNA

Engar eiginlegar reglur eru til um aldur búrbons, bara það að þau þurfa að bregða sér ofan í ferska eik um stund. Sum eru allt niður í 2-3ja mánaða gömul. Ef það stendur „Straight Bourbon“ á miðanum þýðir það að það sé tveggja ára hið minnsta.

Þekktasta búrbon heimsins er vissulega Jim Beam. (Jack Daniels kallar sig ekki bourbon, heldur Tennessee Whiskey. Það er þó vissulega ekkert sem mælir gegn því að JD sé kallað bourbon enda framleitt á sama hátt og öll hin. Þetta  er „marketing distinction“ þar sem þeir leitast eftir að vera öðruvísi en hin, sérstöðu á markaði.)

Hundruðir, ef ekki þúsundir búrbonviskía eru fáanleg og um að gera að prófa sig áfram.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.