Svæði: Norður hálönd
Framleiðsla: 9.8 milljónir lítra árlega
Eigandi: Diageo
Stofnað: 1817
Framburður: Tjanninig
Teaninich er ein stærsta viskíverksmiðja Skotlands en langmest af því sem er framleitt þar fer í blöndur á vegum Diageo.
Eini einmöltungurinn á þeirra vegum í dag er 10 ára úr Flora&Fauna línunni sem er létt, blómlegt, grösugt með hnetukeim. Hentar afar vel til blöndunar en sem einmöltungur er það ekki flóknasta viskí veraldar en vel slarkfært.