Svæði: Hálönd
Framleiðsla: 5 milljónir lítra árlega
Eigandi: Tomatin Distillery Co. (Takara Shuzo co.)
Stofnað: 1897
Framburður: Tomatin (áhersla á -atin)
Þar til fyrir nokkrum árum síðan var Tomatin selt sem mjög ungt viskí og einnig í hinar og þessar blöndur. Undanfarinn áratug rúman hefur það breyst mikið og nú er það mestmegnis selt sem háklassa einmöltungur.
Kjarninn er 12 ára úr búrbontunnu og að hluta úr sérrítunnu. Nokkuð sætt, maltblær, toffí. Mjög gott viskí og vanmetið.