Svæði: Eyjar. Mull eyjan
Framleiðsla: 1 milljón lítra árlega
Eigandi: Burn Stewart Distillers
Stofnað: 1798
Framburður: Tóbermorí
Eina verksmiðjan á Isle of Mull sem er eyja undan vesturströnd Skotlands.
Eftirspurnin eftir Tobermory í blöndurnar Black Bottle og Scottish Leader er þvílík að Tobermory er ófáanlegt eins og er, en á að koma aftur á markað innan nokkurra ára.
Einungis er hægt að kaupa 10 ára Tobermory í verksmiðjuversluninni sjálfri eins og er. Eina afurðin sem er á almennum markaði í dag er Ledaig 10, sem er léttreykt útgáfa.
Uppfært: Tobermory er komið aftur á markað, 10 ára og 12 ára.