Svæði: Speyside
Framleiðsla: 4 milljónir lítra
Eigandi: Ian Macleod Distillers
Stofnað: 1896
Framburður: Tam du
Tamdhu var byggð árið 1896 og eingöngu með það í huga að búa til viskí til blöndunar, enda voru einmöltungar fremur fátíðir á þessum tíma.
Tíð Tamdhu hefur verið fremur stormasöm og hefur verksmiðjunni verið lokað nokkrum sinnum en hún hefur ávallt risið upp úr öskustónni og aldrei af jafnmiklum krafti og hún gerði árið 2012 er Ian McLeod fyrirtækið keypti hana en þá hafði hún verið lokuð frá árinu 2009. Þá leit dagsins ljós 10 ára Tamdhu sem hafði mikinn sérríkarakter og bjó yfir nánast fullkomnu jafnvægi milli búrbon- og sérrítunna.