Svæði: Hálönd / Orkneyjar
Framleiðsla: 1.3 milljónir lítra
Eigandi: Chivas Bros (Pernod)
Stofnað: 1885
Framburður: Skapa
Scapa hefur í gegnum tíðina verið í skugga nágranna sinna hjá Highland Park, en er vel þess virði að prófa. Kjarninn er Skiren (14 og 16 ára nýverið tekin úr framleiðslu) sem er ofsalega ávaxtakennt með súraldin og ferskjukeim, jafnvel perur og hunangskenndum sætleika. Óvenjulega létt og ferskt verandi frá einum af eyjunum.