Svæði: Islay
Framleiðsla: 2.450.000 lítrar árlega
Eigandi: Diageo
Stofnað: 1816.
Framburður: Lagavulin (áhersla á -vulin)
Lagavulin er í dag ein þekktasta reykbomban frá Skotlandi, ásamt Laphroaig og Ardbeg, nágrönnum sínum. Vinsældir Lagavulin urðu miklar þegar Diageo tilnefndi það sem eitt af “The Classic Malts” í lok 9. áratugar 20. aldarinnar.
Kjarninn er 16 ára og einnig er fáanlegt “Distiller’s Edition” sem er að hluta úr sérrítunnu ásamt 12 ára cask strength sem kemur í takmörkuðu upplagi að hausti hverju.
Óhemju vel samsett viskí með mikinn móreyk, saltkeim, dökka ávexti. 16 ára er mjög elegant og rúnnað. 12 ára er mun grófara og ekki eins þroskað augljóslega. Sérríáhrifin njóta sín vel í Distillers Edition en fela reykinn svolítið og er ögn sætara.