Svæði: Hálönd / Isle of Jura
Framleiðsla: 2.2 milljónir ítra
Eigandi: Whyte & Mackay (Emperador Inc)
Stofnað: 1810
Framburður: Djura
Emperador, sem er í eigu eins ríkasta manns Filipseyja keypti Whyte&Mackay
fyrir nokkru og eru hugsanlega einhverjar breytingar í vændum.
Jura á eiginlega ekki sinn eigin stíl heldur gerir margar mjög mismunandi tegundir.
10 ára er létt, nánast óreykt, söltugt og maltkennt. Síðan eru þarna Superstition, sem er léttreykt og svipar kannski einna helst til Talisker. Auk þess The Prophecy sem er mikið reykt í anda Islay viskía.