Svæði: Norður hálönd
Framleiðsla: 6 milljónir lítra árlega
Eigandi: Glenmorangie Co. (Moet Hennessy)
Stofnað: 1843
Framburður: GlenMorandsjí (áhersla á –morandsjí)
Glenmorangie er einn af þessum stóru og hefur verið á topp 5 yfir mest seldu einmöltunga veraldar undanfarna áratugi. Frá þeim kemur aragrúi mismunandi viskía af mismunandi aldri og úr mismunandi tunnum.
Kjarninn er 10 ára Original, mikil vanilla, toffí, lungamjúkt og afskaplega milt. Potteimararnir hjá Glenmorangie eru með lengstu hálsa allra verksmiðjanna sem útskýrir léttleikann.