Svæði: Láglönd
Framleiðsla: 2.5 milljónir lítra árlega
Eigandi: Diageo
Stofnað: 1837
Framburður: Glen Kinsjí
Glenkinchie er eitt af The Classic Malts, frá Diageo sem kynnti þá línu árið 1988, með einu viskíi frá hverju svæði. Glenkinchie var framlag láglandanna, en verksmiðjan er nálægt Edinborg.
Kjarninn er 12 ára, létt, blómlegt, grösugt, fínlegt.