Svæði: Campbeltown
Framleiðsla: 750 þúsund lítrar árlega
Eigandi: Mitchell’s Glengyle Ltd
Stofnað: 2000
Framburður: Glen Gæjl / Kilkerran (áhersla á -kerran)
Upprunalega var verksmiðjan byggð árið 1872 en var lokað árið 1925. Mitchell’s, eigendur Springbank, keyptu húsnæðið, sem enn stóð og gerðu upp, árið 2000 og hafa framleitt viskí þar síðan 2004. Þar til nú hafa komið út árlega viskí þaðan undir heitinu Work In Progress en síðla árs 2016 kom fyrsti 12 ára möltungurinn, sem var stóð svo sannarlega undir væntingum. Olíukennd áferð, töluvert reykt, söltugt. Eitt best nýja viskí ársins 2016.